145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

gjaldeyrismál.

826. mál
[11:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með þessum breytingartillögum og málinu í heild sinni en vil halda því til haga að það er mikilvægt að við endurskoðun á einhverjum tímapunkti upplýsingasöfnun Seðlabankans. Ég átta mig á því að hún er nauðsynleg en er hins vegar afleiðing þess, að mínu mati, að við erum með íslenska krónu og hagkerfi sem er þess eðlis að það þarf aðferðir sem við mundum að öðrum kosti ekki vilja hafa til staðar. Það er mjög mikilvægt eftir því sem tíminn líður að við endurskoðum hvort við ætlum að halda þeim heimildum sem Seðlabankinn hefur fengið í gegnum tíðina til að viðhalda fjármálastöðugleika. Að því sögðu greiði ég atkvæði með málinu. Það er vissulega mikilvægt og algjörlega nauðsynlegt að þetta sé gert af ábyrgð og varkárni en við megum ekki gleyma því að endurskoða þetta í framtíðinni.