145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

starfsáætlun og framhald þingstarfa.

[13:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég vil líkt og aðrir þingmenn hér á undan lýsa furðu minni yfir því að ekkert heyrist frá forseta þingsins um hvernig ljúka eigi þingi. Út af fyrir sig á hann samúð mína vegna þess að hann á það undir forustumönnum ríkisstjórnarinnar að segja okkur hve lengi eigi að þinga í næstu viku eða hvort þinga eigi margar vikur í viðbót. Það er vegna getuleysis forustumanna ríkisstjórnarinnar til að leggja niður málin og gera það upp við sig og segja okkur hvað þeir vilja leggja áherslu á áður en þingi lýkur. Við vitum það ekki. Forseti þingsins veit það ekki heldur vegna þess að þeir geta ekki álpast til að segja honum það.