145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[16:58]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina og get fullvissað hana um að ég er tilbúin að hugsa margt og íhuga vel margt og allt sem hugsanlega verður til framgangs góðum málum og uppbyggingar.

Í framtíðaráætluninni, lengri áætluninni, kemur fram að Axarvegur sé þar inni. Eins og hv. þingmaður heyrði tók ég fram í ræðu minni að þegar veginum um Skriðdal væri lokið og eins framkvæmd við Berufjarðarbotn væri Axarvegur eðlilegt framhald af því. Þannig held ég hugsunin sé. En vel má vera að hnykkja þurfi betur á því eða festa það þar inni. Alveg er ég tilbúin að íhuga það.