145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[18:39]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Að öllu gamni slepptu er þetta ekki gott ástand sem hér ríkir. Núna þegar deginum er að ljúka, ég hef nú trú á að ekki sé nema rétt um klukkutími eftir af þessum þingfundi, þá er starfsáætlun úti. Enn hefur ekkert heyrst frá hæstv. forseta og enn hefur ekkert heyrst frá forustufólki ríkisstjórnarinnar af samtölum við minni hlutann. Það er mjög bagalegt. Búið er að boða fundi hér eftir helgi sem ég hef gert athugasemdir við, ég tel það ekki heimilt þar sem ekki er starfsáætlun í gangi og í rauninni er ekkert þinghald í gangi. Mér þykir það mjög sérstakt að það skuli vera gert af hálfu nefndarformanna og óska eftir því að forseti taki til athugunar að slíkt sé ekki heimilt að gera, a.m.k. ekki fyrr en eitthvert samtal hefur átt sér stað.