145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

starfsáætlun þingsins.

[10:58]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta samtalsleysi sem hefur átt sér stað á undanförnum vikum og samráðsleysi við okkur sem ekki tilheyrum stjórnarflokkunum er náttúrlega slíkt virðingarleysi að það hálfa væri nóg. Það sýnir annað tveggja að það er algert ráðaleysi meðal stjórnarflokkanna um það hvernig þeir eigi að ráða fram úr málum sínum, hvaða mál eigi að klára og þeir ná ekki saman um sín mál, eða að þeim finnst þeir ekkert þurfa að ráða ráðum sínum við minnihlutaflokkana á þingi. Hvort sem er finnst mér þess eðlis að forseti á núna að grípa inn í þessar aðstæður, höggva á hnútinn og taka ákvarðanir óháð þessum tveimur forustumönnum stjórnarflokkanna sem virðast ekki ráða við verkefnið.