145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

starfsáætlun þingsins.

[11:06]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það að hér séu á dagskrá í dag mál sem eru þau sömu eða svipuð og voru á dagskrá í síðustu viku eru alls ekki nein rök í málinu fyrir því að hægt sé að halda áfram eðlilegum þingfundi.

Herra forseti. Það er einmitt hið gagnstæða. Þetta sýnir auðvitað að það hefur ekki verið nein áætlun síðustu daga og síðustu vikur og undirstrikar aðeins hversu nauðsynlegt er að haldinn sé fundur með þingflokksformönnum flokkanna á Alþingi og búið til eitthvert plan sem hægt er að starfa eftir. Ég tek undir það sem hefur verið sagt að þessi þingfundur er ekkert annað en sýndarmennska og hér mun ekkert gerast fyrr en sest hefur verið niður og búin til áætlun.