145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:25]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það eru u.þ.b. sex mánuðir síðan þeir stóðu, verðandi hæstv. forsætisráðherra og núverandi hæstv. fjármálaráðherra, og sögðu að ljúka ætti stórum málum. Þá mánuði sem liðnir eru frá því í byrjun apríl fram til dagsins í dag, 3. október, hafa þessir menn ekki ráðið við að segja okkur hinum hvaða mál þeir höfðu í huga. Ég get sagt hæstv. forseta, og er bara lausnamiðuð hér, að hann ætti bara að fara í það verkefni með þingflokksformönnunum. Formaður Sjálfstæðisflokksins er á fundi núna eftir einn og hálfan klukkutíma á Reyðarfirði. Hann verður síðan í Neskaupstað klukkan níu í kvöld. (Gripið fram í.)Heimasíða Sjálfstæðisflokksins er ekki með dagskrá hans fram í tímann þannig að við vitum ekki meira. (Forseti hringir.) En í ljósi (Gripið fram í.) þess að ráðherra hefur ekki í sex mánuði getað hysjað upp um sig og (Forseti hringir.) talað eins og maður (Forseti hringir.) við stjórnarandstöðuna (Forseti hringir.) legg ég til að forseti leysi (Forseti hringir.) málið með þingflokksformönnum (Forseti hringir.) sem, ólíkt forustumönnum stjórnarflokkanna, (Forseti hringir.) eru þó mættir í vinnuna.