145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

framsal íslenskra fanga.

790. mál
[15:42]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka flokksbróður mínum, hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni, fyrir þessa fyrirspurn og fagna því að verið sé að vinna að framsals- og fangaflutningasamningi við Brasilíu. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson fór vel yfir það í máli sínu hvert hlutskipti burðardýra er. Það er ekki af því að fólk sem fer í það hlutverk sé að meðaltali verra en við hin heldur eru það skelfilegar aðstæður og valdbeiting og kúgun og alvarleg fíkn sem leiðir fólk út í það. Við erum líka að súpa seyðið af stefnunni um fíkniefnalaust Ísland sem er í sjálfu sér mjög ágæt hugmynd, en þar gengum við í þá villu að herða mjög dóma vegna fíkniefna í stað þess að (Forseti hringir.) líta á fíkn sem alvarlegan sjúkdóm og mæta til að mynda burðardýrum sem slíkum. Höfuðpaurarnir eru síðan allt annað mál en þeir verða sjaldnast fyrir barðinu á þessari hugmyndafræði.