145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[10:42]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Forseti sýndi sjálfstæði í gær þegar hann afboðaði eða rauf þingfund. Við vorum ekki hér í gærkvöldi vegna þess að það liggur ekkert fyrir um hvert framhaldið verður. Núna er einkennilegt að við skulum ætla að fara inn í þennan dag í sömu stöðu. Ég vil biðja forseta að sýna sjálfstæði og sýna að þingið stendur ekki og situr eins og framkvæmdarvaldinu sýnist. Ég veitt ekki hvað við erum að fara að gera hérna í dag ef virðulegur forseti ætlar að halda fundi til streitu. Ég vil spyrja: Finnst forseta eðlilegt að halda hér áfram á meðan hæstv. ríkisstjórn eða þeir herrar sem þar eru í forsvari, tala ekki við okkur í minni hlutanum eða forseta?