145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[10:44]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Ég held að alveg óhætt sé að fullyrða og ganga út frá því að formenn stjórnarflokkanna vinna samkvæmt einhverri áætlun. Þeir vinna samkvæmt plani. Þeir hafa þessa þræði í höndum sér. Þeir eru farnir í kosningaferðalög. Það sem er ámælisvert og gríðarlegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið í þessu landi í aðdraganda kosninga er að aðrir vita ekkert um þetta plan, hafa enga aðkomu að þessari áætlun, vita ekkert um hana. Við erum í óvissu. Það er alveg rétt sem hv. þm. Árni Páll Árnason bendir á í Fréttablaðinu í dag, þetta er umkvörtunarefni til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hér er verið að misnota aðstöðu sína gagnvart löggjafarþinginu. Hér er verið að misnota völd. Ekki bara á miðju kjörtímabili, við erum að fara að kjósa (Forseti hringir.) eftir örfáa daga þannig séð, í þessum mánuði. Menn misnota stöðu sína. Á því þarf að taka af festu, hæstv. forseti.