145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[11:03]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Sá bragur sem er á þinginu núna þætti ekki góður í fyrirtækjarekstri, hvorki hér á landi né annars staðar. Við getum líkt því við það að hér eru 63 þingmenn að störfum, eða a.m.k. á launum, og skilvirknin er akkúrat engin þessa dagana. Þeir sem standa í rekstri mundu aldrei láta það líðast að vera með fjölda manns á launaskrá án þess að nokkuð gerðist. Okkur ber skylda á Alþingi Íslendinga til að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna og sanna í starfsháttum okkar að við erum komin hingað til að vinna fyrir kaupinu okkar. Það gerum við svo sannarlega, við sem eru í stjórnarandstöðunni. Hér er ég mætt sem varaþingmaður og á launum þessa viku. En nú er ég mætt á þriðja degi án þess að leggja hönd á plóg nema í svona stuttar umræður um störf þingsins og ég vil (Forseti hringir.) vinna fyrir laununum mínum þessa vikuna.