145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[11:05]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Hér í þessum sal eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hér er upplýst að ekki er hægt að afgreiða mál út úr fjárlaganefnd af því að meiri hlutinn nennir ekki að mæta. Ég virði skoðanir hv. þm. Jóns Gunnarssonar og yfirleitt kemur hann hér og er ærlegur og heiðarlegur í ræðustól, en það er hvorki ærlegt né heiðarlegt að koma hingað í ræðustól, ekki síst við þessar aðstæður þegar hans eigin flokksmenn nenna ekki að mæta, og tala hér í einhverjum dylgjum og getsökum. Hv. þingmaður talar um að stjórnarandstaðan mæti ekki í umhverfis- og samgöngunefnd og þá væntanlega atvinnuveganefnd líka, hótar hér að birta einhverjar upplýsingar um það. Er þá ekki bara rétt að hv. þingmaður geri það [Kliður í þingsal.] í staðinn fyrir að koma hingað og tala eins og að stjórnarandstaðan mæti ekki í nefndir þegar það liggur fyrir að hér er ekki hægt að klára mál, ekki einu sinni hægt að semja um mál, vegna þess að forusta stjórnarflokkanna nennir ekki að koma hingað til fundar?