145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

áætlanir um þinglok.

[11:06]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er nefnilega ýmislegt sem liggur hér undir, ekki síst virðing þingsins. Það er ekki góð ásýnd fyrir þingið þegar ekki er hægt að ljúka þingstörfum svo sómi sé að vegna þess að óábyrgur stjórnarmeirihluti er ekki til staðar nema að óverulegu leyti og telur sér ekki skylt að virða þau verkefni og þær starfsskyldur sem við höfum hér fyrst og fremst sem alþingismenn. Það er óásættanlegt. Ég skora á yfirstjórn þingsins að stinga nú niður fæti og sýna framkvæmdarvaldinu fram á það hvernig rétt og eðlilegt er og skylt að koma fram gagnvart löggjafarsamkundunni Alþingi Íslendinga.