145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrártillaga.

[11:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. Náttúruvernd, frv., 87. mál, þskj. 87, 2. umr.

2. Grunnskólar, frv., 104. mál, þskj. 104, 2. umr.

3. Fæðingar- og foreldraorlof, frv., 261. mál, þskj. 288, 2. umr.

4. Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, frv., 237. mál, þskj. 257, 2. umr.

5. Þjóðgarður á miðhálendinu, þáltill., 10. mál, þskj. 10, síðari umr.

6. Embætti umboðsmanns aldraðra, þáltill., 14. mál, þskj. 14, síðari umr.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta rita bréf rita hv. 9. þm. Reykv. s., Helgi Hjörvar, hv. 10. þm. Norðaust., Brynhildur Pétursdóttir, hv. 10. þm. Reykv. s., Ásta Guðrún Helgadóttir og hv. 5. þm. Reykv. s., Svandís Svavarsdóttir.

Gengið verður til atkvæða um tillöguna síðar á þessum fundi.

Forseti vill enn fremur tilkynna að það er ætlun forseta að gera hlé á þingstörfum til kl. 15 eftir að við höfum lokið við fyrsta dagskrármálið, störf þingsins.