145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Hvorki hefur verið haft samband við formenn né þingflokksformenn í dag eða í gær þrátt fyrir mjög skýr skilaboð frá formönnum stjórnarandstöðunnar um að starfsáætlun þyrfti að liggja fyrir eigi síðar en í gærkvöldi. Ekkert hefur heyrst í forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar og það er alveg ljóst að tökin á þessu þingi eru farin. Ríkisstjórnin veldur þessu ekki og það er einsýnt að ekki er hægt að klára mál þegar ekki er einu sinni hægt að manna t.d. fjárlaganefnd af meiri hlutanum. Þetta er ekkert annað en sýndarmennska og ég legg til að við klárum haftamálið og rjúfum síðan þing og göngum til kosninga.