145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:17]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því að forseti sagði af þessu tilefni, þeirri fundarstjórnarumræðu sem við erum í, að mál mundu ekki skýrast nema í samtali manna á milli. Það er hárrétt hjá forseta. Meinið er bara að fólk býður ekki upp á samtal, stjórnarflokkarnir bjóða ekki upp á samtal og hafa ekki gert það. Þá spyr maður hvort það sé virkilega þannig að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji ekki koma þessum málum á dagskrá. Á þetta bara allt að renna út í sandinn? Þá þarf að vera alveg á hreinu á hvers ábyrgð það er. Við í Bjartri framtíð höfum verið áfram um að fundinn verði t.d. einhver botn í í lífeyrisréttindamálið. Það skiptir mjög miklu máli en á meðan fólk ræðir ekki saman (Forseti hringir.) gerist auðvitað ekki neitt. Það er ekki á ábyrgð þeirra sem hér standa eða sitja og bíða og eru tilbúnir að vinna.