145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:27]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þau mál sem voru nefnd til sögunnar í vor, þegar talað var um að ljúka þyrfti nokkrum mikilvægum málum áður en kosið yrði, hafa verið til lykta leidd hér í þinginu. Málaskráin sú er búin. Nú er verið að tala um mál sem eru seint fram komin, mörg illa unnin. Ég nefni lánasjóðsfrumvarpið, seint fram komið, illa unnið frumvarp, sem hefði þó, hefðu menn gefið sér tíma, verið hægt að ná þverpólitískri sátt um að leiða til lykta, hefðu menn bara gefið sér þann tíma og viðhaft það samráð sem þurfti til þess að ganga almennilega frá því máli. Verkefnaskráin er tæmd, virðulegi forseti. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Þegar meiri hlutinn getur ekki einu sinni verið viðstaddur þingstörfin og virðir þingið ekki viðlits með viðveru (Forseti hringir.) sinni þá er ekki eftir neinu að bíða, það á bara slíta þessu þingi.