145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:43]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það var góð niðurstaða hjá forseta að bera þetta undir þingmenn. Það er gaman að það lyftist brúnin á stjórnarþingmönnum þegar þeir labba í salinn. Þeir hafa verið hálfhnípnir á göngunum, þeir sem hafa verið hér. Fyrst þeir eru komnir er gaman að minna aftur á orð forseta; þessu þingi lýkur ekki nema fólk fari að tala saman um það hvernig því á að ljúka.

Hér er komin tillaga um að halda áfram einhverju eðlilegu starfi. Þangað til það gerist er boltinn hjá stjórnarþingmönnum. Og á meðan þau finna út úr því hvað þau vilja gera erum við hin í stjórnarandstöðunni til í að vinna góð mál áfram.