145. löggjafarþing — 165. fundur,  6. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[15:47]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mér finnst þetta mjög spennandi vangavelta sem kemur fram í máli hans sem er að til viðbótar við skipulagsþáttinn sé framkvæmdaþátturinn enn þá meira á hendi þessa vettvangs sem er Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Við eigum bara eina mínútu í seinna andsvari, en mig langar til að biðja hv. þingmann, af því hann er lipur í að orða hugsun sína, að velta fyrir sér í stuttu máli: Hvað er það í samgöngumálum sem helst hjálpar til við að búa til aðlaðandi og eftirsóknarvert höfuðborgarsvæði? Eigum við að efla borgina inn á við eða út á við? Hvað er það sem gerir góða borg betri með samgönguákvörðunum?