145. löggjafarþing — 165. fundur,  6. okt. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[16:27]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, þetta er mjög áhugavert, a.m.k. gott að heyra að vinnubrögðin hafi batnað og meint kjördæmapot sé ekki alveg jafn ríkt eins og var hér áður. En er það þá rétt skilið hjá mér af svörum hv. þingmanns að það sé hans upplifun að það sé meiri samfélagssáttmáli núna um að við eigum að vera með, ef maður má segja svo, heilbrigt vegakerfi sem byggist á faglegum stöðlum og ákveðnum öryggisatriðum sem við viljum hafa til hliðsjónar? Að samgönguáætlun og pólitíkin á bak við hana snúist bara meira um skatta, um það hversu mikla skatta og gjöld við getum réttlætt að setja í vegakerfið? Núna sjáum við fram á það að útgjöld til vegakerfisins hafa lækkað til muna með þessari ríkisstjórn sem er ansi hægri sinnuð, hvort það spili eitthvað inn í. Þurfum við kannski að (Forseti hringir.) íhuga betur til hvers við erum að greiða skatta? Er þetta í grunninn bara skattapólitík?