145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

störf þingsins.

[11:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Nú þegar nálgast þinglok er óhjákvæmilegt að ræða það frumvarp um almannatryggingar sem liggur fyrir í þinginu og kom fram af hálfu ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að það snýr einvörðungu að því að veita öldruðum kerfisbreytingar og kjarabætur. En öryrkjar liggja óbættir hjá garði í frumvarpinu. Ég vil nota þetta tækifæri og skora á stjórnarmeirihlutann að gera breytingar á því. Alþingi getur ekki skilið fátækasta fólkið í landinu eftir í lok kjörtímabils þar sem nær allir hópar í landinu hafa notið kjarabóta. Öryrkjar eru sannarlega sá hópur í landinu sem fátækastur er og mest þurfi fyrir kjarabætur. Það er sannarlega öfugsnúið réttlæti ef einmitt sá hópur einn á að vera skilinn eftir vegna deilna um kerfisbreytingar. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að öryrkjar njóti sömu kjarabóta og aldraðir, enda síst betur stæður hópur eða efnaðri en aldraðir, þó að vissulega sé full ástæða til þess að bæta kjör þeirra eftir það sem á undan er gengið og einkum að tryggja það að þeir og öryrkjar fái sömu hækkanir á sama tíma og aðrir landsmenn.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna