145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[14:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir ánægjuleg orðaskipti hér. Ég vil fá að nota tækifærið og inna forseta eftir því hvað hann fyrirhugar um framhald fundarins. Sem kunnugt er var fundi frestað fyrir hádegi vegna þess að það þótti mikilvægt að skýra línur um þinghaldið og greiða fyrir framgangi mála hér í dag. Mér skilst að ekki hafi orðið af þeim fundi sem fyrirhugaður var í hádeginu með sérfræðingum umhverfisráðuneytisins og spyr þess vegna forseta góðfúslega hver ætlunin sé með áframhaldandi fundahöldum.