145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[14:22]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Við erum hér enn einn daginn og stjórnarflokkarnir eru ekki búnir að koma sér saman um hvernig þeir vilja ljúka þessu þingi. Ég fékk SMS um að ég ætti að vera viðbúin atkvæðagreiðslu í dag en síðan fékk ég að vita að það yrðu engar atkvæðagreiðslur um afbrigði. Hér eru tveir stjórnarþingmenn í salnum, sá þriðji birtist nú. Það virðist vera afskaplega lítið um þingmenn hér í þinginu. Ég vil því vita af hverju við erum með þingfund ef þingmenn treysta sér ekki til þess að vera hér á þingfundartíma.