145. löggjafarþing — 166. fundur,  7. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[17:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég á eiginlega ekki til orð yfir að lýsa vandlætingu minni á framferði hæstv. umhverfisráðherra. Það hefur oft verið þannig, forseti, að spurningar hafa verið lagðar fyrir hæstv. ráðherra og ráðherrann hefur ítrekað vanvirt Alþingi með því að svara ekki eða hefur ekki vit á málaflokknum, sem er mjög alvarlegt mál og kristallast í raun í því svari sem kemur frá ráðuneytinu. Ef það er rétt að það sé ráðherrann sjálfur sem hlutast til um málið á þann veg að hann vilji ekki halda þinginu upplýstu er það alvarlegt. Ég tel réttustu stöðuna vera þá að gefa málinu þann tíma sem það þarf og að við fáum þær upplýsingar sem okkur ber að fá til þess að sé hægt að samþykkja það, annars er ljóst að málið verður að fara út af borðinu í heild.