145. löggjafarþing — 167. fundur,  10. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[10:39]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég tek undir þær athugasemdir að það er eðlilegt og málefnalegt að taka þessa umræðu út af dagskrá í ljósi þess að líkur eru á því að úrskurðir berist. Það eru eðlilegar lyktir málsins að kærunefndin fái að ljúka vinnu sinni. Við erum nú á lokametrunum fyrir kosningar að klára ýmis mál og ég tel að í ljósi þess að úrskurðirnir eru handan við hornið eigum við að færa þetta mál eins aftarlega á dagskrána og nokkur er kostur þannig að við sýnum löggjöfinni sem við sjálf stóðum að hér í samstöðu, þá virðingu að almenn lög gildi í landinu og að réttaröryggis borgaranna sé gætt þannig að við förum ekki fram með svona ruddalöggjöf sem snýst um löggjöf í þágu bara einnar framkvæmdar sem ekki er réttarríkinu til sóma.