145. löggjafarþing — 167. fundur,  10. okt. 2016.

frumvarp um raflínur að Bakka.

[10:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég velti fyrir mér hvort það séu mistök að þetta mál sé á dagskrá því að forseta er auðvitað kunnugt um að verið er að reyna að ná einhverjum samningum um 3. gr. Síðast þegar ég vissi hafði ekki náðst sátt um útfærslu á því. Það vita allir að þessi úrskurður kemur í vikunni og af hverju í ósköpunum er verið að hleypa illu blóði í salinn og í þingið ef engin þörf er á því? Það er engin þörf á því að hafa þetta mál á dagskrá í dag, engin, og það er alveg ótrúlegt að setja það sem fyrsta mál á eftir atkvæðagreiðslum. Það þýðir bara að ekki verður friður í þinginu fyrr en málið verður komið út af því að það er ekki komin nein lausn í það, forseti. Þess vegna hlýt ég að spyrja forseta hvort málið sé ekki hér á dagskrá fyrir mistök.