145. löggjafarþing — 167. fundur,  10. okt. 2016.

raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka.

876. mál
[11:45]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Eina ferðina enn kemur hv. þm. Jón Gunnarsson hér upp og fer með ósannindi. Hann heldur því fram að ég hafi sagt einhvern tímann í mínu embætti sem umhverfisráðherra að lögin kæmu mér ekki við. Það er raunalegt að hv. þingmaður skuli þurfa að bera fyrir sig lygar, en það segir kannski eitthvað um það í hvaða stöðu hann er í málflutningi sínum hér.

Þetta er rangt.

Umræðan snerist um að álitamál voru um hvort Landsvirkjun mætti greiða sveitarfélaginu fyrir gerð skipulags. Niðurstaða dómstóla var að það væri heimilt þótt þess væri hvergi getið í lögum. Hvað gerði ráðherrann þá? Lauk niðurstöðunni og gerði tvennt; samþykkti skipulagið með undirritun sinni og lagði til breytingar á viðkomandi lögum til skýringar.

Ég bið virðulegan forseta að ræða þessa stöðu við hv. þingmann, og til vara þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og koma honum í skilning um að það gangi ekki að bera hér ósannindi á þingmenn ítrekað.