145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

beiðni um skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána.

[10:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur hvað þetta varðar. Þessi vinnubrögð eru til háborinnar skammar og að hér skuli dragast í heilt ár að bregðast við skýrslubeiðni um stærsta kosningaloforðið, um stórkostlegu niðurfærsluna. Maður spyr sig þá hvort þarna séu spurningar sem hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra treysti sér ekki til þess að upplýsa um svörin við. Þarna er spurt um tekjur, eignir, hverjir fengu niðurgreiðsluna. Er það ekki einmitt eins og bent hefur verið á að þarna var ríku fólki rétt ríkisfé og stuðningur? Ég leyfi mér að fullyrða að þess vegna sé skýrslan ekki komin fram. Meðan ég fæ ekki aðrar skýringar held ég mig við þessa.