145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

opinber innkaup.

665. mál
[11:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að sjá að það virðist vera, í það minnsta miðað við nefndarálitið, góð samstaða um þetta mál. Hér er um það að ræða að við erum að stíga skref til þess að gera opinberum stofnunum auðveldara að fara í opinber innkaup í samstarfi við aðrar stofnanir í öðrum löndum. Við erum líka að auðvelda þeim aðilum sem eiga viðskipti við opinbera aðila að leita réttar síns, þeir þurfa þá ekki að gera það beint heldur geta gert það í gegnum félagasamtök. En stóra einstaka málið er að við höldum hér áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð á þessu kjörtímabili að ná hagkvæmari innkaupum fyrir opinbera aðila og spara þar af leiðandi skattfé almennings. Að sama skapi ýtum við undir heilbrigðari viðskiptahætti og samkeppni í landinu. Það er því með mikilli ánægju sem ég segi já við þessu frumvarpi.