145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[11:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það eru svo miklir vankantar á þessum lögum að ekki er hægt að samþykkja þau. Gagnrýni sem hefur komið fram er mjög mikil. Meðal annars bendir Viðskiptaráð á að með frumvarpinu sé ekki ráðist að rót vandans sem sé óhagfelld launaþróun yngri kynslóða. Það telur nær að leggja fram aðgerðaáætlun um þau efni fremur en að bæta við enn einu stuðningskerfinu í húsnæðismálum, eins og það var orðað í umsögn Viðskiptaráðs. Mér finnst furðulegt að við séum að samþykkja svo mörg lög sem eru bútasaumur á algerlega gölluðu kerfi sem þarf heildarendurskoðun á. Þetta mun gagnast unga, ríka fólkinu. Hjálpum unga, ríka fólkinu að kaupa sér húsnæði.