145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[12:03]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að mér virðist meiri hluti fyrir því að þessi breytingartillaga nái fram að ganga. Tilgangur hennar er að menn og konur, unglingar, ungt og gamalt fólk, geti valið það lánsform sem því hentar en að fólk sé ekki þvingað til að taka dýrasta lánsform sem er í boði eins og staðan er í dag. Ég tel að veruleg réttarbót sé að þessu. Ég þakka fyrir ágætan stuðning við þessa breytingartillögu. Takk fyrir.