145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:11]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og oft áður eru ýmsir liðir í fjáraukalögum sem eiga ekki heima þar. Við sitjum hjá við afgreiðslu þessa máls. Við erum í sjálfu sér ekki á móti þeim fjárlagaliðum sem þarna eru, eflaust renna flestir til góðra verkefna. En strangt til tekið hefði í of mörgum tilvikum átt að taka tillit til þeirra við fjárlagagerðina. En vonandi erum við með nýjum lögum um opinber fjármál að fara að hætta með þessi fjáraukalög og við skipulagningu í framtíðinni munum við ekki sjá svona fjárveitingar inni. Við sitjum sem sagt hjá.