145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

fjáraukalög 2016.

875. mál
[12:14]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Það er nú eiginlega með óbragð í munni sem ég felli þessa tillögu. Að við skyldum hafa verið svona nálægt því að ná þessu markmiði en að það samkomulag sem menn töldu hafa náðst hafi svo brostið á endanum, það er alveg grátlegt. En við höfum tímaramma fram að áramótum. Ég treysti því að þingið sem kemur saman núna eftir kosningar taki höndum saman og nái að klára þetta dæmi. Það eru ekki miklar líkur á að ég verði í þessum sal þá þannig að ég treysti því að þið sem verðið hérna þá klárið þetta dæmi, þetta verkefni, með þeim aðilum sem hafa samið um þetta, að talið var.

(Forseti (EKG): Forseti vill árétta, sem hann gerir með nokkuð reglubundnum hætti, að eftir að fyrsti maður sem gerir grein fyrir atkvæði sínu hefur hafið mál sitt er ekki hægt að taka við fleiri óskum, en hv. 4. þm. Suðvest. hafði náð því með sekúndubroti.)