145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

854. mál
[12:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með öðrum sem hér hafa talað og fagna því að þetta mál sé komið fram og samstaða um að styrkja hljóðritun á tónlist með svipuðum hætti og kvikmyndagerð. Hv. þm. Jón Gunnarsson kom inn á mál í atvinnuveganefnd sem snýr að frjálsum félagasamtökum og ég tek heils hugar undir með honum. Af því tilefni bendi ég á mál sem ég hef lagt fram og er í efnahags- og viðskiptanefnd, sem snýr að íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögum. Ég styð þetta mál heils hugar.