145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

höfundalög.

870. mál
[12:28]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Pírötum munum greiða þessu frumvarpi atkvæði okkar þar sem a-liður 1. gr. frumvarpsins var felldur brott og vegna þess að í raun og veru er verið að afnema kassettugjöld með þessum lögum. Þar af leiðandi verða beinni fjárframlög til tónlistarmanna og listamanna úr ríkissjóði, sem við teljum gott. Við getum lagt nafn okkar við þetta frumvarp þar sem a-liður var felldur brott úr 1. gr. frumvarpsins, sem fjallar um upprunaeintak stafræns eintaks og hver má dreifa því. Það var ekki alveg ljóst í hvaða tilgangi það var sett inn og var í raun ekki í samræmi við meginmarkmið frumvarpsins.