145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

höfundalög.

870. mál
[12:37]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna þessari atkvæðagreiðslu. Hér er verið að leiðrétta það að eignarréttarvarin eign höfunda á Íslandi hafi verið sniðgengin. Höfundar hafa orðið af miklum tekjum árum saman vegna breytinga í tækni sem löggjöfin hefur ekki fylgt. Hér er verið að bæta upp fyrir það að einhverju leyti. Ég vil ítreka í ljósi atkvæðaskýringar hv. þingmanns hér á undan að höfundaréttur á Íslandi er í eigu höfunda meira og minna og höfundaréttarsamtök og innheimtusamtök eru sameignarfyrirtæki höfunda á Íslandi en ekki gróðafyrirtæki úti í bæ.