145. löggjafarþing — 168. fundur,  11. okt. 2016.

gjaldeyrismál.

826. mál
[12:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frumvarps er stigið fyrsta stóra skrefið í afnámi hafta sem voru leidd í lög á árinu 2008. Það er mikið fagnaðarefni. Það er til vitnis um að okkur gengur betur. Efnahagslega er okkur að sækjast styrkur til að stíga þetta skref og vonandi sem flest sem hraðast í beinu framhaldi og losa þannig Ísland úr höftum að nýju á grundvelli góðrar stöðu efnahagsmála og á grundvelli íslensku krónunnar.