145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[12:19]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni fyrir mjög gott andsvar að því leyti til að þetta er miklu stærri umræða en í sjálfu sér felst í þessari breytingartillögu sem verið er að fjalla um. Hún snýr að muninum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og okkur kann að greina á um lánaform sem eru við lýði hér á markaði og bjóðast meðal annars þeim sem eru að fjárfesta í húsnæði.

Ég skal umorða rök mín, ég ætla ekki að munnhöggvast við hv. þingmann um notkun hugtaka í fjármálafræðum, og segja: til hraðari hreinnar eignamyndunar.