145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[12:27]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir andsvar hans. Þessi umræða er komin langt út fyrir efni þessa máls, þ.e. þá breytingartillögu sem mælt var fyrir, þar sem nefndin fer til baka með þá breytingartillögu. Ég er alveg tilbúinn að ræða það við hv. þingmann. Hann er kominn út í miklu stærri og efnismeiri umræðu.

Ég vil hins vegar gera athugasemdir við þetta orðbragð, kjánatal og slíkt. Ég vil helst ekki taka þátt í slíkri umræðu.

Okkur greinir augljóslega á um það lánafyrirkomulag sem er á markaði og það sem ég og aðrir í Framsóknarflokknum metum varðandi verðtryggingu. Það er bara miklu stærri umræða en nákvæmlega sú breytingartillaga sem hv. þingmaður og hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti hér fyrir. Ég er til í að ræða þá tillögu við hv. þingmann.