145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.

818. mál
[12:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þegar kemur að því að taka heildrænt á málum þarf að gera það heildrænt. Píratar líta ekki svo á að þetta mál muni taka á því neyðarástandi sem er hjá mjög mörgum ungum manneskjum þegar kemur að því að geta komist úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði sem á ákveðnum svæðum í borginni er óviðunandi. Það kemur fram m.a. hjá Viðskiptaráði að nær hefði verið að ráðast að rót vandans sem sé óhagfelld launaþróun yngri kynslóða. „Nær væri að leggja fram aðgerðaáætlun um þau efni fremur en að bæta við enn einu stuðningskerfinu í húsnæðismálum“, eins og það er orðað í umsögn Viðskiptaráðs. Ég verð að taka undir það að hér skortir á heildrænar aðgerðir og við erum bara í einhverjum smáskammtalækningum fyrir þann hóp sem ef til vill þarf hve minnst á þessu að halda. Því munu Píratar leggjast gegn málinu.