145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[17:53]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði styðjum þær kerfisbreytingar sem hér eru lagðar til varðandi ellilífeyrisþega. Við leggjum, ásamt minni hlutanum, til okkar eigin breytingartillögur um það hvernig bæta eigi kjör ellilífeyrisþega og öryrkja og styðjum þær að sjálfsögðu. Nái þær ekki fram að ganga munum við engu að síður styðja greinar frumvarpsins sem verða til þess að bæta kjör öryrkja þó svo að við viljum sjá þar aðra útfærslu. En við getum hins vegar ekki stutt kerfisbreytingar sem gera á í andstöðu við heildarsamtök fólks á vinnumarkaði hvað varðar lífeyristökualdur og sitjum því hjá við afgreiðslu frumvarpsins í heild sinni.