145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[17:57]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna að sjálfsögðu því skrefi að hækka bætur og lífeyri sem í boði er frá almannatryggingakerfinu. Hins vegar fjallar þetta frumvarp ekki einungis um hækkun á bótum, heldur er hérna einnig verið að tala um lífeyrisaldur. Í ljósi þess að frumvarpið hefur verið gagnrýnt alveg sérstaklega, m.a. af ASÍ, sé ég mér ekki fært að greiða því atkvæði mitt í heild. Ég mun greiða atkvæði því sem snýr að kjarabótum en annars mun ég sitja hjá og ég hugsa að píratar muni hafa þann háttinn á í þessari atkvæðagreiðslu.