145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:21]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Hér erum við að setja inn sem ákvæði til bráðabirgða að lágmarksbætur almannatrygginga verði orðnar 300 þús. kr. í upphafi árs 2018 eða nokkrum mánuðum á undan lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Það er einkar ánægjulegt að standa hér og greiða þessu atkvæði. Ályktað var um þetta á nýlegu flokksþingi framsóknarmanna. Við ályktuðum líka um það að 300 þús. kr. ættu að vera lágmarkslaun á vinnumarkaði og við munum halda áfram að standa með þeim sem minnst hafa í samfélaginu.