145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

tilhögun þingfundar.

[10:05]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill reyna að gera hv. þingmönnum grein fyrir því hvernig ætlunin er að þingstörf gangi á þessum morgni. Við munum á eftir greiða atkvæði um 1.–5. mál, auk þess að leita afbrigða. Að því búnu göngum við til dagskrár að öðru leyti en við lok þessa fundar, áður en honum verður slitið, verður gert hlé til þess að velferðarnefnd geti lokið vinnu við breytingartillögu vegna frumvarpsins um almannatryggingar. Að loknum þessum fundi verður síðan boðað til síðari fundar sem verður þá síðasti fundurinn á þessu kjörtímabili.