145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:40]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Vinstri grænum styðjum kerfisbreytingu þá sem verið er að gera varðandi aldraða. Við höfum einnig greitt atkvæði með öllum þeim breytingartillögum sem lagðar hafa verið til sem munu hækka ráðstöfunartekjur lífeyrisþega, þó svo við í minni hlutanum höfum lagt til aðrar, og að okkar mati mun betri, tillögur að kjarabótum. Við styðjum það einnig að skoða eigi samspil milli ólíkra lífeyriskerfa, en vegna þess hvernig farið hefur verið hér að með allt þetta mál þá munum við sitja hjá við afgreiðslu á málinu í heild.