145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um gríðarlegt framfaraskref að ræða, gríðarlega mikla kjarabót. En hér eru þingmenn í þessum sal sem eru búnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að samþykkja frumvarpið. Ef menn sitja hjá greiða menn ekki atkvæði með þessu. Svo einfalt er það. Ef við sitjum öll hjá í þessum sal (Gripið fram í.) fá þessir hópar ekki þessar kjarabætur. Það er bara staðreynd málsins. (Gripið fram í.) Hér í þingsal eru hv. þingmenn sem eru hvað eftir annað búnir að tala um að þeir séu að vinna fyrir þetta fólk. En þegar þeir fá tækifæri til að bæta hag þess (Gripið fram í.) greiða þeir ekki atkvæði með því. Svo einfalt er það. Ég verð að viðurkenna … (SII: Þið fellduð allar tillögurnar …) — og nú gjammar hv. þm. Sigríður Ingibjörg (Forseti hringir.) Ingadóttir fram í einu sinni enn, allt í góðu með það. (Gripið fram í.) En hér kemur í ljós vilji þingmanna. Vilja menn bæta hag þessa hóps eða ekki? (Forseti hringir.) Þeir sem sitja hjá vilja það ekki. (Gripið fram í.)