145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:45]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson á ekki að útskýra fyrir mér hvað ég er að gera hér í sæti mínu þegar ég greiði atkvæði. Ég skal segja honum hvað ég er að gera. Ég tel þetta frumvarp ekki vera nægilega gott. Er það nógu skýrt? Þess vegna sit ég hjá í því máli. Ég hefði gert betur. Svo einfalt er það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (GÞÞ: Það verða engar kjarabætur ef það eru ekki greidd atkvæði …)