145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:52]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á þessum síðasta þingfundi, mínum og okkar mjög margra, hefði ég viljað að við hefðum getað klárað þetta mál nokkurn veginn í sátt. Mér finnst svolítið merkilegt að hlusta á útskýringar þingmanna á því hvað það þýði að sitja hjá í málum. Við vitum öll að við sitjum hjá þegar við erum ekki á móti málinu, teljum það jafnvel gott en hefðum gert það öðruvísi. Ég hlakka til þegar ég fer að horfa á alþingisrásina og fylgist með þingmönnum fara í ræðupúlt og útskýra þetta og sé hvernig þeir greiða atkvæði t.d. í fjárlögum og öðrum málum þar sem við erum ekki á móti fjárlagaliðunum sem slíkum en hefðum gert það öðruvísi ef við hefðum fengið að ráða. Mér finnst þetta nokkuð skýrt og mér finnst þetta vera einhver smjörklípa á síðasta degi sem ég skil ekki alveg. Ég vildi bara haft sagt það hér í síðasta skipti sem ég stíg í þetta púlt, virðulegi forseti.