145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[12:04]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er alþekkt að þegar verið er að breyta lögum um almannatryggingar, vegna þess hve kerfið er flókið, munu einhverjir þurfa að lifa við verri kjör þó svo að viljinn sé góður. Það á ekki bara við um núverandi stjórnvöld, heldur hefur þetta verið viðgangandi í þessu kerfi. Við hefðum viljað, og lögðum ásamt öðrum í minni hlutanum þá tillögu fram, að þetta mál mundi lifa á milli þinga og að gengið yrði úr skugga um að enginn byggi við skarðan hlut eftir breytingar. Ég hefði viljað að við færum þá leið. Ég hefði viljað að við gætum farið þessa leið í sátt, en það var ekki þannig út af því að allar breytingartillögur frá minni hlutanum voru felldar hér í gær. Við styðjum hækkanir til eldri borgara, en við styðjum ekki þessa aðferðafræði. Ekki viljum við festa hana í sessi, svo mikið er víst. Ég sit hjá.