145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[12:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegur forseti. Að sjálfsögðu styð ég þetta mál og segi já við því í heild sinni. Hér áðan hreyfði ég mótmælum við því að verið væri að færa lífeyrisaldurinn til baka miðað við það sem var í frumvarpinu því að ég tel að það sé ein mesta og mesta breytingin sem fara verður í, þ.e. að jafna lífeyrisaldurinn á milli kerfa. Ég segi já við þessu frumvarpi. Það er mikið framfaraskref. Ég er stolt af því að vera þingmaður Framsóknarflokksins þegar þessar miklu réttarbætur eru að nást fram fyrir þessa hópa. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)